Formleg skráning er almennt forsenda þess að einkarétturinn að hugverkaréttindum verði virkur og um leið verndin sem tryggð er í lögum. Frá þessari reglu eru þó örfáar undantekningar á borð við höfundarétt, hvar rétturinn verður til við sköpun verks, og viðskiptaleyndarmál, hvers vernd felst einmitt í leyndarhyggjunni.
Einkaréttur að vörumerki, svo dæmi sé tekið, tryggir þannig að enginn nema eigandi þess megi nota merkið í markaðslegum tilgangi; hann veitir eiganda þess réttinn til að heimila öðrum notkun merkisins, t.d. gegn gjaldi; hann veitir eiganda þess réttinn til að banna öðrum að nota merkið í sinni atvinnustarfsemi.
Einkarétturinn tryggir þannig hvort tveggja stjórn og nauðsynlega vernd.
Viltu vernd?
Elfar Elí Schweitz Jakobsson, lögmaður og fyrrum lögfræðingur hjá Hugverkastofunni, skráningaryfirvaldi hugverkaréttinda á Íslandi.
Reynsla beggja vegna borðsins.